<$BlogRSDURL$>
Greinar
01/01/2004 - 02/01/2004
02/01/2004 - 03/01/2004
03/01/2004 - 04/01/2004
04/01/2004 - 05/01/2004
05/01/2004 - 06/01/2004
06/01/2004 - 07/01/2004
07/01/2004 - 08/01/2004
Slóðir til gáfumanna
Dulnefni
sunnudagur, mars 28, 2004
 
Drottinsdýrðardagur!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Ja hérna hér.

Það er snjór í Borgarnesi!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Hvurt þá í heitasta .......
Núna á að vera vor með allri sinni lykt, bleytu og björtum dögum.


Hvað með vorið?
Hvar er það?
Hvert fór það?
Hvernær kemur Það?


Ég bara spyr, svona af gömlum vana þó svo ég eigi ekki von á svari.

Haglél, snjór, slydda og Göslarinn dreif fóður hanada smáfuglunum út á stétt. Á meðan dvaldi ég fyrir framan tölvuna og ergi mig á skorti á samhæfingu hreyfinga.

Ég ætla að setja mig í stellingar og bíða af alkunnri þolinmæði eftir vorinu.

Njótið hvors annar.

- posted by Hafdís @ 6:14 e.h.
laugardagur, mars 27, 2004
 
Raddleysi.
Ég hef þá trú að raddleysi mitt heyrist hér. Ég er raddlaus af öskrum, rám af reykingum en mýki röddina stöðugt með kaffi sem er ekki lesbjart á fjörutíu föðmum.

Það vaxa hár á bringuna á öðru fólki þegar ég bíð því kaffi. En ég raka mína reglulega.


Ég er afar ánægð með mitt körfuboltalið en þoli illa álag á leikjum því ég fæ í magann og í höfuðið og oft langar mig að víkja af velli þegar mest gengur á.

En spennan er þvílík að ég tími ekki að hætta að horfa og hætta að öskra.

Ánægjulegt var að sjá uppáhaldsdótturina hér í gær með sinn ekta maka, ég höfðingi af íslenskum bauð dþyrindissteik. En svo var hún hrá!!!!!!!!!!!!!!!!, en sósan var ágæt, ég vildi vel en svona er lífið strit við lífsins hamagang.

Ég þarf að fara að skvera mig til, það tekur orðið svo langan tíma að spasla í hrukkurnar.

Njótið hvors annars.

- posted by Hafdís @ 4:21 e.h.
fimmtudagur, mars 18, 2004
 
Kastgengur?
Lærði nýtt orð í dag í sveitinni. Maður nokkur á níræðisaldri var að segja mér frá hesti sem hann átti sem barn og talaði um að hesturinn hefði verði skeiðgengur og kastgengur.
Ég veit hvað skeið er, svona um það bil en gangur sem heitir kast hef ég ekki heyrt áður.

Þarf að fletta upp í orðabók eða tala við einhvern sem hefur vit á hrossum. Alltaf að læra.

Njótið hvors annars.

- posted by Hafdís @ 6:34 e.h.
miðvikudagur, mars 17, 2004
 
Sumar - sumar - sumar og sól.
Dinglandi glöð og dauðþreytt eftir ferð á nesið. Það var einstaklega fallegt veður í dag á nesinu, spegilsléttur sjór, glampandi sólskin, útvarpið undarlegt á að hlusta, alltaf að detta út. En hver þarf á útvarpi að halda í svona einstöku veðri. Ég man ekki eftir slæmu veðri undanfarið. Mikið á ég góðan heila sem hagræðir hlutunum eftir því sem hentar hverju sinni.

Framundan er meira vor, mikil orka, glaðir tímar, björt bros, sætir strákar sem spretta undan steinunum á vorin því þeir sjást ekki yfir vetrartímann.

Nýr dagur á hverjum degi, hvar skyldu þeir gömlu halda sig? Vert umhugsunarefni.

Nýjum degi fylgja ný verkefni til að takast á við. Hafa gaman af þessu er það sem gildir.

Vera hamingjusöm með þunglyndið, gleðina, fituna, neglurnar, lærapokana, hárið, nefið, kálfana, fýluna, lyktina, vinnuna, börnin, sólina, barnabörnin, ilm vorsins, kulda vetrarins, syss, blómi og býflugurnar, vinina, óvinina, kunningjana, félagana, endurnar, ættingjana, kettina, baugana, hrukkurnar, eða hrukkuleysið allt eftir því sem við á hverju sinni.

Njótið hvors annars.

- posted by Hafdís @ 7:03 e.h.
mánudagur, mars 15, 2004
 
Stuttbuxur.
Stuttbuxnaveður úti gær.

Þurfti að skafa af bílnum í morgun, mikil var mín mæða.
Og vonin um vorið hvarf út í frostmorguninn.

Hvað er til ráða?
Leggjast undir feld og bíða átekta?
Taka þessu eins og hvert annað hraustmenni, fara úr stuttbuxunum og í kuldagallann?
Láta ekki deigan síga og vera í stuttbuxum hvernig sem viðrar í þeirri staðföstu trú að öll él birti upp um síðir?

Nú er úr vöndu að ráða.

En eins og fyrri daginn veit ég að á morgun kemur nýr dagur með nýju veðri, og bý mig undir það með að hafa alla gallana klára.

Njótið hvors annars.

- posted by Hafdís @ 9:17 e.h.
laugardagur, mars 13, 2004
 
Sólin!!!!
Sólin skín inn um gluggann minn!
Vá hvað ég er heppin að hafa sjón.
Bíll keyrir fram hjá og KK syngur lögin sem mér finnst skemmtileg. Vá hvað ég er heppin að hafa heyrn.
Alltaf á vorin þá spretta fram sætu strákarinir undan steinunum. Sætir strákar hafa ekki sést síðan síiðastliðið vor.
Minn ágæti ástmaður segir að ég hafi lélegan smekk!
En hvað er smekkur?
Ja hérna hér.


Hver eru hin merku sjö undur veraldar?

Sá spyr sem ekki veit.

Njótið hvors annars.

- posted by Hafdís @ 9:56 f.h.
föstudagur, mars 12, 2004
 
Biblíuský.
Ég átti leið suður á bóginn sem og oftar. Biblíuský urðu til að fanga athygli mína á leið í sollann, það er Reykjavík, en þangað fer ég helst vikulega til að heimsækja móður mína.

Ja hérna hér.

Biblíuský!!!!!!!!!!!!
Flott.
Hver man ekki eftir þeim?
En gleði dagsins var fólgin í því að hitta dótlu mína, alltaf jafn sæt.
Þessi elska lét mig eyða hartnær hundraðþúsundum ekki í hana sjálfa heldur mig.

Já það er ekki alltaf auðvelt að vera ég.

En á móti kemur hvað ég er heppin að eiga dótlu sem mér þykir vænt um og stýrir því hverju ég eyði.

Njótið hvors annars.

- posted by Hafdís @ 8:39 e.h.
þriðjudagur, mars 09, 2004
 
Mannfjöldafræði!!!!!!!!!!!!
Nýtt orð sem ég heyrði í útvarpinu í dag.

Mikil er spekin en ég veit ekkert um hvað þetta fjallar.

Nema ef ég gæti notfært mér það sem felst í orðinu sjálfu fræði um mannfjölda?

Og hvað svo?

Ég eldist og skil minna og veit minna en samt er hausinn á mér fullur af einskisnýtum upplýsingum.

Svo sem að Madrid væri hálfgerður saurbær út af hundaskít og að menn sem ganga örna sinna í Madríd(svona úti við) þurfi aðgreiða 450 evrur í sekt, líkt og þeir sem hirða ekki upp hundaskít hunda sinna. Og flokkur manna er á sveimiþar í borg við að mynda þetta skíta ferli og eru þá með sannanir um athæfi af þessum toga. Og ég heyrði þetta í útvarpinu.

Ég fer að hallast undir þá skoðun að ekki sé vænlegt að hlusta á útvarp.

Tala nú ekki um ef þvíumlíkt festist í höfðinu á mér, sem var fullt af vitleysu fyrir.


Njótið hvors annars.

- posted by Hafdís @ 6:09 e.h.
sunnudagur, mars 07, 2004
 
FÍUM
FÍUM................................
Stendur fyrir Félag íslenskra undirokaðra maka Stofnað, sett á laggirnar,................................ í Borgarnesi 6. mars 2004 af Frey Ágústsyni, Hafdísi Pétursdóttur og fljótlega við fyrstu kynni af þessu höfga félagi gekk Ingibjörg Pétursdóttir til liðs við okkur tvö. Enda ein af þeim sem eru undirokuð af maka sínum líkt og við tveir stofnendur.


Ja hérna hér.


Helgi Hafsteinsson sótti um inngöngu við háværmótmæli konu hans. Verður hann settur á félagslista sem númer eitt í dulúð.

Nú vantar reglur og annað sem nýum félagsskap fylgir.

Ég fékk þá hugdettu, dettu, dettu..... að leita í smiðju "Vælukjóafélagsins"
sem er víst frábær félagsskapur karla en makar eru ekki bara karlar svo ég ákvað að láta á hugmynd falla um sjálfa sig.

Nóg í bili.

Vantar bæði hugmyndir og meðlimi.

Þarf að spila.

Njótið hvors annars.

- posted by Hafdís @ 8:04 f.h.
 
Allt eins og blómstrið eina!!!!!
Ja hérna hér.
Komin heim í heiðardalinn um og eftir miðnætti, miðað við hvað við er átt eða tímasetningu þeirra sem settu tímann á sínum tíma!
Góður dagur, fór til Rvíkur, seldi hús(endanlega) fór til mömmu, fór út að borða, fór í leikhús og dansaði á Kringlukráni við ástmann minn, hvað er hægt að gera betur.


Á leiðinni út úr Kringlukránni eftir dýrindiseftirrétt kom í ljós að hinn eini sanni Pálmi var að syngja. Njörvuð af gamalli þráhyggju þurftu þau dóttir mín og maðurinn hennar að stansa örlitla stund meðan undirrituð fékk sér snúning.
Að sögn þeirra sem biðu meðan á dansinum stóð hafði meðalaldur staðarins lækkað um harnær þrjátíu ár eftir komu þeirra þar. Allavega var mikið um að leyfar af gamalli æskufegurð væri á sveimi. En einhverstaðar þurfum við krumpudýrin,eldra fólk, miðaldra fólk, fólk á besta aldri, fólk með reynslu, komin af léttasta skeiði, örvæntingar aldurinn eða bara fólk sem vill hitta annað fólk og þekkir ekki aðra leið,.............................. að vera.
Nóg um það.

Þarf að fara að spila, þesssa nýju leiki sem ég er búin að finna.

Njótið hvors annars.

- posted by Hafdís @ 1:37 f.h.
föstudagur, mars 05, 2004
 
Nýr dagur,nýr agur,nýr gur,nýr ur, nýtt r.
Ef r hefði ekki verið kallað err, hvað hefði það þá verið kallað? Undarlegustu hlutir þvælast af og til fyrir mér.
Ja hérna hér.
Ég heyrði í útvarpinu á dögunum að ekki væri hægt að kenna svínum að syngja!
Og hef velt því fyrir mér síðan hvort viðkomandi hefði verið með svín í söngnámi?
Og í hvaða tilgangi eiga svín að kunna syngja?
Syngja þau ekki bara með sínu nefi og láta þar við sitja?
Þetta er mikil og djúpvitur vangavelta, og stefni ég að því að liggja undir feldi þar til ég hef fundið hið eina sanna svar.

Njótið hvors annars.

- posted by Hafdís @ 8:10 f.h.
þriðjudagur, mars 02, 2004
 
Rigning er góð fyrir hárið.
Rigning er góð fyrir hárið, sálina, fötin og svo framvegis.
Ég á systur sem býr út í hinum stóra heimi. Hún á mikið áf fötum sem á stendur "dry cleaning" bæði úti og innifötum. Hún heldur því fram að ef eitthvað þoli rigningu þá þoli það þvott. Gildir það fyrir mig?
Er ég þvottekta?
Rokekta?
Snjóekta?
Vindekta?
Á ég bara að klæða mig eftir veðri og vindum?
Sjáum til!!!

Njótið hvors annars.

- posted by Hafdís @ 9:27 e.h.
 
Rigning og rok
Það er það góða við að búa hér á landi að ekki er ljóst hverning viðrar hvern dag fyrir sig. En gott er að eiga nægan fatnað og vera þvottekta og búa í upphituðu húsi þar sem hægt er að þurrka af sér spjarirnar.

Já nýr siður hefur verið tekin upp á mínum bæ.
Við hjónaleysin kyssumst á morgnana áður en við förum út í daginn. Við lásum nefnilega í "Birtu" að það lengdi lífið(hjónabandið) um fimm ár ef þessi athöfn væri framkvæmd að morgni dags. Og ekki lýgur þetta fróma blað frekar en Mogginn.
Er á leiðinni um landsbyggð víða á næstu dögum sem og svo marga aðra daga og er nú bara að venjast því eða svona eins og það er hægt að venjast því. Er ennþá raddlaus mínum nánustu til mikillar gleði.

Er að lesa "Raddir Kína" þessa dagana og furða mig alltaf jafnmikið á mannlegu eðli, eða heldur hvað hefur viðgengist víða í henni veröld og aldrei verið talað um.

Njótið hvors annar.

- posted by Hafdís @ 8:28 f.h.

Powered by Blogger