<$BlogRSDURL$>
Greinar
01/01/2004 - 02/01/2004
02/01/2004 - 03/01/2004
03/01/2004 - 04/01/2004
04/01/2004 - 05/01/2004
05/01/2004 - 06/01/2004
06/01/2004 - 07/01/2004
07/01/2004 - 08/01/2004
Slóðir til gáfumanna
Dulnefni
þriðjudagur, júlí 27, 2004
 
Farin
Farin


- posted by Hafdís @ 11:01 e.h.
fimmtudagur, júlí 08, 2004
 
Það sem börnin kenna okkur.....
Það er skemmtilegra að lita út fyrir línurnar...

Ef þú ætlar að lita á vegginn í stofunni,
þá er betra að gera það bak við sófann...

Það er ekki satt að Súpermann hafi alltaf
borðað grænmeti þegar hann var lítill...

Ef hundinum þínum líkar ekki við fólk,
þá ætti þér ekki að líka það heldur...

Jafnvel þó þú hafir dorgað á bryggjunni í 3 tíma
og ekki fengið neitt nema þara og sólbruna á nefið,
þá hefur þú það a.m.k. betra en ormurinn á hinum endanum...

Stundum þarftu að taka prófið
áður en þú lýkur við að læra...

Ef þig langar í kettling,
þá skaltu byrja á að biðja um hest...

Það er engin skynsamleg ástæða
fyrir því að föt þurfi að passa saman...

Ef hesturinn sem þú ert að teikna líkist meira hundi,
þá skaltu breyta honum í hund...

Taktu frá pláss í röðinni handa vinum þínum...

Bankaðu bara áfram og áfram og áfram
þar til einhver kemur til dyra...

Að búa um rúmið sitt er mikil tímasóun...

Búðu reglurnar til jafnóðum...

Það skiptir engu máli hver byrjaði...

Haltu fast í það sem þú vilt...

Spurðu "af hverju?" alveg þangað
til þú færð svar sem þú skilur...


Njótið hvors annars.




- posted by Hafdís @ 9:27 e.h.
þriðjudagur, júlí 06, 2004
 
Sperrur.
Ja hérna hér.

Nú er það flott maður minn. Búin að fá magadansbakteríuna.

Og er það vel. Reyndar er ég undirlögð í harðsperrum eftir að hafa notað vöðva sem ekki hafa verið í notkun áður eða í það minnsta sjaldan.
Nú geng ég um æfandi áttur og shimi(eina útlenska orðið sem ég man)sveiflandi höndunum í allar áttir eins og ég sé að klappa ketti! svona mikið lærði ég nú.

Hvað ég ætla að gera við kunnáttuna?
Gösli minn horfði á mig með þjáningarsvip og spurði hvort hann þyrfti að horfa á þetta! á hverju kvöldi sem eftir er?
Hann þarf í það minnsta að vera heima til að fá að njóta þessara þokkafullu hreyfinga sem ég framkvæmi með sársauka svip á andlitinu því alstaðar eru harðsperrur að ergja mig. En ég stefni á sýningu áður en yfir líkur.

Ætli það verði ekki um svipað leiti og ég fer í fallhlífarstökk! Eða að ég geng Esjuna.

Koma dagar koma ráð. Mér leggst eitthvað til hér eins og alltaf.

Njótið hvors annars.


- posted by Hafdís @ 7:08 f.h.
fimmtudagur, júlí 01, 2004
 
Á venjulegum degi.
Ég fékk flotta sendingu í gær sem heitir "kannski"

Kannski ætti ég bara að umgangast fólk sem fær mig til að brosa. Ætli þetta sé hægt?

Eða er það þáttur í þroska mínum að umgangast fólk sem fær mig ekki til að brosa? Kannski er mér ætlað að veita jafnmikið af brosum og ég fæ? Á móti kemur ef ég brosi ekki fæ ég sjaldnar bros. Það heyrist þegar ég svara í síma hvort ég brosi!

Bara brosa, gott fyrir tennurnar.

Eða þroskast ég ekki áfram? Stend ég í stað? Sá spyr sem ekki veit.

Frumburður minn kom við í gær ásamt fjölskyldu sinni, flott fólk það enda af mér komið og ég er afar stolt af því.
Svolítið mont hér á ferð en hvað með það er það ekki af hinu góða að vera stoltur af símum og horfa á þau vaxa og dafna með hverju árinu sem líður.

Stundum finnst mér morgnarnir megi vera lengri svona bara fyrir mig, morguninn er minn tími þá er ég best, skemmtilegust, fallegust og gáfuðust.
Þetta með fegurðina er nú afstætt, en í mínu tilviki kemur fegurðin innan frá, því það eru leyfar af gamalli æskufegurði í andliti mínu.

Njótið hvors annars.

- posted by Hafdís @ 7:21 f.h.
miðvikudagur, júní 30, 2004
 
MINN T'IMI ER KOMINn!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Já nú er komið að því.

Draumurinn er brátt að sigla í höfn.
Margra ára draumur sem ég hef eki hrint í framkvæmd.

Það gerist á laugardaginn ef allt gengur eftir.
Klukkan 15:00.

TAtatatatatatarata.

Ég er á leiðinni í magadanstíma hjá þeirri íðilfögru Helgu Braga.
Gott hjá mér. Búin að ætla lengi, en greip nú gæsina(feita og pattaralega) þegar hún gafst.

Jæja nóg um það. Ég ætla út í þenna gráa sumardag, klædd sokkum, reyndar ekki einum fata heldur til að koma í veg fyrirað ég krókni úr kulda. Ætli ellin sé að setja mark sitt á mig með því að hægja á blóðflæðinu eða eru það reykingarnar? Sá spyr sem ekki veit.

Njótið hvors annars.

- posted by Hafdís @ 7:30 f.h.
þriðjudagur, júní 29, 2004
 
Þriðjudagur.
Ég var að hugsa.

Sem kemur einstaka sinnum fyrir.

Ég var að hugsa um hvað ég gæti gert ef ég færi í frí. Og hugurinn reikaði erlendis, valt um fallegar myndir af stöðum fjarri okkar kalda klaka. Er fegurðin fólgin í einhverju sem ég sé? Einhverju sem einhver annar hefur stillt upp til að freista mín á góðum degi hér heima?

Ég á ekki að hugsa, því ég kemst sífellt betur að því að aðrir eru hæfari til þess, kannski er ég svona mikill flækjufótur? En hvað með það ég veit núna að Borgarnes hét áður Digranes, hvað sem ég ætla svo að gera við þá þekkingu kemur í ljós síðar.

Njótið hvors annars.

- posted by Hafdís @ 6:30 f.h.
sunnudagur, júní 27, 2004
 
Haustsumar/sumarhaust
Snjóaði niður á miðjar hlíðar!!!!!!!!!!
Ég hélt að það væri sumar?

En ég er ekki lengur alveg viss. Undarlegt með þetta veðurlag þó ekki sé meira sagt.
Átti samt yndislega helgi, fullthús af barnabörnum sem léku við hvurn sinn fingur þrátt fyrir kuldanepju.

Á tímabili var ég að hugsa um að hætta að reykja svo ég þyrfti ekki að norpa kalin á tám og fingrum í norðan garranum og fullnægja tóbaksfíkninni en er af sönnum víkingaættum og lét mig hafa að eyðileggja betur í mér lungun.

Og ekki orð um það meir.

Ég lét mig að hafa að fara að kjósa, þó svo það væri ekki fyrir annað en það að fara með manninum sem býr í sama húsi og ég. Hann gerir þær kröfur að við förum saman á kjörstað, það er eina athöfnin sem við gerum saman og þess vegna, af minni einlægu undirgefni og ljúfmennsku gerði ég mér ferð með honum,hann sótti mig, til að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson.

Gerði reyndar margt bæði þarflegra og skemmilegra þann daginn en ekki er við öllu gert.

æTlað að drífa mig í bólið, Óli lokbrá er kominn á sleðanum sínum til að fara með mig í draumalandið.

Góður karl og sérlegur vinur minn sá höbbðingi.

Njótið hvors annars.

- posted by Hafdís @ 9:56 e.h.

Powered by Blogger